GISTIHEIMILIÐ SÓLHEIMUM

NJÓTTU DVALARINNAR Í SJÁLFBÆRU SAMFÉLAGI

Gistiheimili í sjálfbæru samfélagi
á Sólheimum

Gistiheimilið er staðsett á Sólheimum í hjarta Suðurlands.

Það er hluti af sjálfbæru samfélagi með um 100 íbúum.

Auk gistiheimilisins er einnig kaffihúsið Græna Kannan og verslun með lífrænt grænmeti sem ræktað er á Sólheimum og vörur og listaverk sem íbúarnir sjálfir skapa og búa til.

Gistiheimilið samanstendur af tveim húsum, Brekkukoti og Veghúsi.

Í Brekkukoti eru 10 herbergi, 2ja og 3ja manna, með sameiginlegu baðherbergi og eitt fjölskylduherbergi. Fullbúið eldhús er til afnota fyrir alla gesti.

Í Veghúsi eru 6 tveggja manna herbergi með sér baðherbergi og tvö fjölskylduherbergi. Fullbúið eldhús er til afnota fyrir alla gesti.

BREKKUKOT

VEGHÚS

BREKKUKOT

FJÖLSKYLDUHERBERGI

Fjölskylduherbergi sem hentar vel fyrir fjóra.

ÞRIGGJA MANNA HERBERGI

Rúmgóð fyrir vinahópinn.

TVEGGJA MANNA HERBERGI MEÐ SAMEIGINLEGU BAÐHERBERGI

Hagkvæm lausn fyrir ferðalanga.

SAMEIGINLEGT ELDHÚS

Fullbúið eldhús fyrir alla gesti.

Veghús

FJÖLSKYLDUHERBERGI

Fjölskylduherbergi sem hentar vel fyrir fjóra.

TVEGGJA MANNA HERBERGI

Nútímaleg og þægileg.

SAMEIGINLEGT ELDHÚS

Fullbúið eldhús fyrir alla gesti.

Græna Kannan kaffihús

Heitur hádegisverður er í boði alla virka daga í Græna Könnunni frá kl. 12:30 til 13:00. Þú getur líka fengið heimagerðu tómatsúpuna og brauðið okkar alla daga, einnig um helgar. Súpan er gerð úr lífrænum tómötum og grænmeti úr gróðurhúsunum okkar.

Starf Sólheima byggir á grunni sem Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir lagði, grunni sem mótaður er af íslenskum veruleika í byrjun 20. aldar, mannspeki Rudolf Steiner og kristilegum gildum. Hugmyndafræði Dr. Karls König og Global Eco-village Network og nálganir Järna í Svíþjóð eru meðal þeirra þátta sem einnig hafa áhrif á hugmyndafræði Sólheima í dag. Dr. König, eins og Sesselja, lagði ríka áherslu á að fólk með sérþarfir deildi jöfnum kjörum með öðru fólki í leik sem starfi.

Kjarni hugmyndafræði Sólheima er hinn sami og lagt var upp með þann 5. júlí 1930: að veita einstaklingum tækifæri. Sólheimar skapa hverjum einstaklingi sem þar býr tækifæri til að vaxa, þroskast og að vera nauðsynlegur og virkur þátttakandi í samfélaginu.

Það hefur alla tíð verið mjög breytilegt hverjir hafa haft mesta þörf fyrir þau tækifæri sem Sólheimar hafa upp á að bjóða og þannig verður það um ókomna tíð. Það er jafn brýnt nú eins og það var árið 1930 að skoða samfélagið sem við búum í og hlusta eftir hverjir það eru sem mesta þörf hafa fyrir tækifæri á Sólheimum.

Við fengum jörðina ekki í arf frá forfeðrum okkar – við fengum hana að láni frá börnum okkar

VEFVERSLUN SÓLHEIMA

Gistiheimilið
Sólheimum

EnglishIceland